Halli fædd­ist 1. des­em­ber 1966 í Reykja­vík. For­eldr­ar hans eru Reyn­ir Har­alds­son, múr­ara­meist­ari og leigu­bif­reiðar­stjóri í Reykja­vík, fædd­ur 3. júní 1942, og Jóna Gunn­laugs­dótt­ir, fyrr­ver­andi starfsmaður Rík­is­spít­al­anna, fædd 9. janú­ar 1935.

Eldri syst­ur Halla eru Hjör­dís Kristjáns­dótt­ir, f. 1960, og Linda Björk Ólafs­dótt­ir, f. 1961. Tví­bura­bróðir Halla er Gunn­laug­ur Reyn­is­son.

Tón­list­ar­fer­ill Halla hófst árið 1991 og starfaði hann að mestu sem trúba­dor og við tónlist til árs­ins 2008 þegar hann sneri sér einnig að öðrum störf­um.

Halli var gríðarlega af­kasta­mik­ill tón­list­armaður, hann gaf meðal annars út níu sóló­plöt­ur og kom sú fyrsta út árið 1993. Hann fór í fjöl­marg­ar tón­leika­ferðir og tók þátt í undan­keppni Evr­ópskra sjón­varps­stöðva í tvígang; í fyrra skiptið 2011 með lagið Ef ég hefði vængi og aft­ur árið 2014 með lagið Vinátta.

Halli lauk B.Ed-gráðu sem grunn­skóla­kenn­ari frá HÍ árið 2012 og árið 2015 út­skrifaðist hann með meist­ara­gráðu frá Menntavís­inda­sviði Há­skóla Íslands. Hann starfaði við gít­ar­kennslu um ára­bil og við tón­mennta­kennslu í Öldu­sels­skóla í Reykja­vík frá ár­inu 2008 til dán­ar­dags.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Halla er Stein­unn Mar­grét Sig­ur­björns­dótt­ir, fædd 28. nóv­em­ber 1966. Þau giftu sig árið 1991 og eignuðust þrjá syni: Stein­ar, f. 19. fe­brú­ar 1994, Reyni, f. 22. júlí 1995, og Sölva, f. 11. des­em­ber 2005.