Lag&texti: Halli Reynis

Ég mætti þér í myrkrinu,
ég man hvað ég var skotinn.
Ég nefndi nafn hans,
er negldur var á krossinn.

Gefðu mér aðeins einn séns
og augnabliki síðar,
stóð tíminn í stað
er þú kysstir mig fyrsta kossinn.

Með ástarorð á vörum,
með ástarorð á vörum,
með ástarorð á vörum.

Við gengum út á götuna,
gegndrepa í regninu
á milli okkar voru hugmyndir að
mótast.

Er birta tók í borginni
var bænum mínum svarað
er við tvö vorum ásamt nóttinni og
deginum að njótast.

Hvísluð
Ástarorð á vörum
Ástarorð á vörum
Ástarorð á vörum

Er geng ég út á götuna aftur
gjóandi augum eins og villidýr
fíkillinn er freistinni í meira.

Í rythmiskum regnslættinum
rata ég á hljóðið,
Þar sem ég fæ, þar sem ég fæ alveg
örugglega að heyra.

Sungin
ástarorð á vörum
ástarorð á vörum
ástarorð á vörum