Lag & texti: Halli Reynis

Þótt veröld sé vond
og vilji þér sýn
og móðan sé mött,
yfir markmiðin þín.
Því stendur þú stjörf.
Því stríðið er enn
og stríðinu stjórna,
stríðsglæpamenn.
Sem börnunum breyta,
í böðla og dýr.
Í hungruðum hjörtum,
hatrið býr.
Þá biður þú bæn,
sem baðstu í gær,
að friðurinn finnist
og færist þér nær.

Og fjölmiðill færir mér,
fréttir af þér
og útskýrir alla,
þína eymd fyrir mér
og augu mín aðeins,
sjá orð og mynd
og skynja þar skelfingu,
skynja þar synd.
Þar bíður barn þess,
með byssu og hníf,
að verja á vígvelli,
vonlaust líf.
Með óttafull augu,
útbrunna glóð,
að friðurinn finnist
og frelsi þess þjóð.

Í austurátt,
er annað líf.
Þar bíður barn þess,
með byssu og hníf.
Að berjast á blóðvelli,
börnin þín við,
en óska þess eins
að upplifa frið.
Þjóð þeirra er þjökuð,
sem þjóðin þin.
Sagan sú sama
og saga þín.
Óttafull augu,
útbrunnin glóð,
að friðurinn finnist
og frelsi þess þjóð.