Ein leið að fara
Lag og texti: Halli Reynis

Það er bara ein, ein leið að fara,
ein leið að fara í þetta sinn.
Það er bara ein, ein leið að fara.
Okkar verður sólskinið og himininn.

Förum í nótt er fólkið sefur,
það fetar enginn þessa slóð.
Þá er hljótt og þögnin hefur,
hetjusögur og ljóð.

Hetjunnar sögur og ljóð.
Úti er skjól okkar staður,
allir hafa rétt á sinni draumaleit.
Við komum ein, kona og maður,
úr kolsvartri veröld, okkar sveit.

Förum í nótt er fólkið sefur,
það fetar enginn þessa slóð.
Þá er hljótt og þögnin hefur,
hetjusögur og ljóð.
Hetjunnar sögur og ljóð.

Dreymum í nótt draumalöndin,
drögum frá tjöldin, hleypum birtu inn.
Veðjum ei meir á vistarböndin,
vekjum upp frelsið þrællinn minn.

Förum í nótt er fólkið sefur
það fetar enginn þessa slóð.
Þá er hljótt og þögnin hefur,
hetjusögur og ljóð.
Hetjunnar sögur og ljóð.