Lag & texti: Halli Reynis

Hún bíður mín handan við hornið,
hamingjan á eftir mér.
Með hjartafylli af friði,
friði á eftir mér.

Það grétu allir englar á himnum í nótt,
hamingjutárum
og ég upplifði það sem ég ætið hef sótt,
til þín, á liðnum árum.

Það er stúlka sem starir á mig,
með stillt augnaráð.
Sem hittir mig í hjartað.
Hungrar í sína bráð.

Það grétu allir englar á himnum í nótt,
hamingjutárum
og ég upplifði það sem ég ætið hef sótt,
til þín, á liðnum árum.