Lag & texti: Halli

Ég gekk útí myrkrið og tunglið til mín brosti,
ég taldi nokkrar stjörnur klæddur næturinnar frosti.
Ég gekk fram hjá húsi þínu, horfði á það um stund,
hjartað barðist í brjósti mínu þráði á þinn fund.

Ég hafði ekki kjark til þess að knýja að dyrum,
kliður þess liðna vaknaði sem enginn lengur spyr um.
Jú, víst var ég forvitinn að fá að hitta þig i nótt,
finna þig í fangi mínu svo ég gæti sofið rótt.

Ég hef verið mikið einn allan þennan tíma,
bara ef ég gæti talað við þig, þó ekki nema í síma.
Því ég þrái svo að heyra hvaða hug þú berð til mín,
hugur minn geymir mynd af þér og fallegu augu þín.

Þú sagðir fyrir löngu síðan, lítum ei til baka,
leyfum minningunni að lifa, það er engan að saka.
Ást er aðeins tímans óskrifaða blað.
Á hvað það verður skrifað, það er nú það.

Ég hef verið einn á kvöldin og uni mér best í næði,
eflaust er best að gleyma þessu fyrir okkur bæði.
En ég þrái svo að heyra hvaða hug þú berð til mín,
hugur minn geymir mynd af þér og fallegu augu þín.