Það er ekki á hverjum degi sem tónlist Halla Reynis er spiluð í þættinum Veistu hver ég var hjá Sigga Hlö á Bylgjunni. Þann 12.mars 2022 minntist Siggi vinar síns undir liðnum, Gleymdasta lagið í geymslunni, og þar spilaði Siggi lagið Þjóðarsálin af plötunni Undir hömrunum háu sem var fyrsta plata Halla gefin út árið 1993. Hljóðbrotið úr þættinum má hlusta á í spilaranum sem fylgir hér að ofan.