Lag & texti: Halli Reynis

Förum upp á fjallið,
þar færðu að sjá.
Bara tvö uppá fjallið,
þar bíður þín að sjá.
Marglitað landslagið,
svo langt sem augað nær.
Þar sem gróðurinn grær.

Skoðum saman marglitaðar myndir,
mannskepnunnar, góðverkin og syndir.
Farir þú í fjölmennið að gá,
færður að sjá.

Götubarn betlandi brauð.
BLómum prýddan milljónerans auð.
Vagnstjóra sem aldrei segir orð.
Umfjallanir fjölmiðla um morð.
Í þinghúsinu er þingmannanna vandi.
Þreytta frú með puddle hund í bandi.
Skorsteina verksmiðju spúa reyk.
Sæt, lítil börn í saklausum leik.
Sporvagna renna á sinni slóð.
Sætan strák með gítar syngja ástkonunni óð.

Berjum augum borgina,
brátt þú færð að sjá.
Berðu augum borgina,
þar bíður þín að sjá.
Glæsihallir heldri manna,
hungruð götubörn,
sem enga eiga vörn.

Skoðum saman marglitaðar myndir,
mannskepnunnar góðverkin og syndir.
Farir þú í fjölmennið að gá,
færðu að sjá.

Flæking í sundurtættri flík,
frakkaklædda menn útbreiða pólitík.
Eimreiðar háværar þjóta hjá,
háhýsin skítug og grá.
Krónuna í kauphöllinni falla,
Kínamann með kosti sína og galla.
Trúboða með biblíuboðskapinn.
Blíðlega stúlku selja líkama sinn.
Verkamenn á risavöxnum vélum.
Vonglaðan homma nýkominn úr felum.