Elsku hjartans Halli frændi.Með sorg í hjarta kveðjum við þig, elsku strákurinn okkar. Við erum þakklátar fyrir að hafa fengið að vera partur af þínu lífi. Takk fyrir hláturinn, gleðina og samfylgdina gegnum lífið. 

Megi algóður Guð þína sálu nú geyma,
gæta að sorgmæddum, græða djúp sár.
Þó kominn sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.

(Sigríður Hörn Lárusdóttir) 

Steinu Möggu, Steinari, Reyni, Sölva og tengdadætrum, mömmu þinni og pabba, Gulla, Hjördísi, Lindu og fjölskyldum, sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. 

Við elskum þig.
Þínar frænkur,

Halla, Helga, Erla,
Sigrún og Stella.