Heimaslóð
Lag & Texti: Halli Reynis 

Ég er kominn á heimaslóð, heimaslóð, heimaslóð.
Ég er kominn á heimaslóð, heimaslóð, heimaslóð.
Hér er land mitt litla þjóð, loksins tíðin orðin góð.
Ég tileinka mitt ljóð, heimaslóð, heimaslóð.

 Hún var erfið okkar för, okkar för, okkar för.
Hún var erfið okkar för, okkar för, okkar för.
Oft var spurt en engin svör, aðeins þurfalingsins kjör.
Engin skeytti um bláa vör, okkar för, okkar för.

 Hér mun rísa okkar byggð, okkar byggð, okkar byggð.
Hér mun rísa okkar byggð, okkar byggð, okkar byggð.
Sýnum dugnað og dyggð, drenglyndi og tryggð.
Enga heimþrá hún er hryggð, í okkar byggð, okkar byggð. 

 Hingað lágu okkar spor, okkar spor, okkar spor.
Hingað lágu okkar spor, okkar spor, okkar spor.
Hér vekur lífsins vor, von í hjörtum kjark og þor.
Sagan geymir okkar spor, okkar spor, okkar spor.

Ég er kominn á heimaslóð, heimaslóð, heimaslóð.
Ég er kominn á heimaslóð, heimaslóð, heimaslóð.
Hér er land mitt litla þjóð, loksins tíðin orðin góð.
Ég tileinka mitt ljóð, heimaslóð, heimaslóð.

Hér mun rísa okkar byggð, okkar byggð, okkar byggð.
Hér mun rísa okkar byggð, okkar byggð, okkar byggð.
Sýnum dugnað og dyggð, drenglyndi og tryggð.
Enga heimþrá hún er hryggð, í okkar byggð, okkar byggð.

Hingað lágu okkar spor, okkar spor, okkar spor.
Hingað lágu okkar spor, okkar spor, okkar spor.
Hér vekur lífsins vor, von í hjörtum kjark og þor.
Sagan geymir okkar spor, okkar spor, okkar spor.