Lag & texti: Halli

Í margra augum er þetta hulinn heimur,
hetjur koma og fara.
Hreyfa sig djarft í logandi ljósum,
– lifandi söluvara.

Viltu tolla í tískuheimi
og taktfastan stíga dans?
Vertu þá einsog allir aðrir,
í augum náungans.

Það eru brosandi “bisness” menn
að bjóða í þig árið um kring.
Hvort þú hafir verið í hvítu eða svörtu,
hve oft þú ferð í hring.

Það fer hring eftir hring
eftir hring eftir hring.
Hring eftir hring eftir hring eftir hring.

Aftur og aftur.