Lag & texti: Halli

Mannþröngin á götunni er söguleg að sjá
til sýnis eru vörurnar í gluggum.
Sumir eiga erindi aðrir horfa á,
upplifa sína drauma í dimmum skuggum.

Hér er hægt að upplifa allt fyrir peninginn,
allt það sem í draumum þínum lifir.
Þú greiðir fyrir þjónustuna, gengur síðan inn
og gluggatjöldin dregin eru fyrir.

Í fjólubláum ljósum þær biðu eftir mér

Rökkrið í götunni geymir,
gráðuga hugsjón um auðfenging gróða.
Það sem karlmann í draumi sínum dreymir,
hafa drottningar götunnar allt að bjóða.

Farir þú er rökkva tekur færðu allt að sjá
er fannst þér áður í huga þínum órar
að kvenfólkið sem á þig horfir allar vilja fá.
Ungar gamlar svartar litlar og stórar.

Í fjólubláum ljósum þær biðu eftir mér.