Lag og texti: Halli Reynis

Sporin mín og sporin þín,
liggja hlið við hlið.
Í tímans sandi.
Í draumalandi.

Augun mín og augun þín,
mætast á miðri leið.
Í tímans rúmi.
Í rökkurhúmi.

Þar sem hjartsláttur okkar slær,
draumarnir færast nær,
lífsblómið grær.

Röddin mín og röddin þín,
syngja sama lag.
Í tímans hljóði,
Í okkar ljóði.