Lag & texti: Halli

Á þig starir hver einasti strákur,
þú ert stjarna, heilög, fullkomnuð.
Þeir sækja að þér einsog soltnar krákur
og sverja við sinn almáttuga guð.
Í návist þinna votu vara,
verði framtíðin ætluð þér.
Klara Klara – ætluð þér.

Ég hef reynt hvað ég get og get ekki meira,
en ég geri það sem í brjósti mínu býr.
Ástin er einsog váleg veira,
sem vekur upp þrjóskunnar óargadýr.
Ef ég aðeins fengi að fara,
í faðminn þinn í nótt.
Klara Klara
í faðminn þinn í nótt.

Þú ættir því stúlkan mín gullið að grípa,
ég gef þér dýrðina einsog hún er.
Því innst inni er ég þín draumatýpa,
hver einasti maður það augljóslega sér.
Ef ég aðeins fengi að fara,
í faðminn þinn í nótt.
Klara Klara
í faðminn þinn í nótt.

Í návist þinna votu vara,
að veði ég líf mitt læt.
Klara Klara
því þú ert svo sæt.