Lag & texti: Halli Reynis

Mér þér, vil ég falla inní fjöldann
og finna hjartslátt lífsins eins og hann er.
Með þér, vil ég ævinni eyða
og upplifa hamingjuna þar sem hún er.

Þegar dagurinn vaknar eftir næturhvíld
og geislar sólarinnar leika sér
vil ég vera,
vil ég vera með þér.

Með þér, hvert sem leiðirnar liggja
á lúmskum vegum veröldinni í.
Með þér, verður himininn heiður,
svo horfi ég á framtíðina glaður á ný.

Þegar dagurinn vaknar eftir næturhvíld
og geislar sólarinnar leika sér,
vil ég vera,
vil ég vera með þér.