Miðilsfundurinn
Lag & texti: Halli Reynis
Ég fór til miðils, hann í andann.
Sem býr í heimi fyrir handann.
Ég sem var hryggur,
var orðinn glaður.
– Allt annar maður.
Hann féll í trans, talaði tungum.
Sagði sögur af mér ungum.
Hvaðan ég kom,
hvert ég færi.
– Hver ég væri.
Hann sagði:
Hér er kona, austan af landi,
hún talar um svik í hjónabandi.
Ég sagði:
“Þetta er hvorki stund né staður.
Ég er giftur maður.”
Nú var hætt að vera gaman.
Sá eftir öllu saman.
Byrtust mér ljótar myndir.
– Gamlar syndir.
Ég trúði öllu sem hann sagði.
Leið best þegar hann þagði.
Var þór forvitinn að heyra,
aðeins meira.
Hann talaði um sál mína, sagð’ana ríka.
Hann hitti pabba og mömmu líka.
Þá var ég málið búinn að missa.
– Alveg hissa.
Mamma þín heitin, hún var þér náin.
Ég sagði: “Heyrðu, hún er ekki dáin”
Þá leit hann snöggt í allar áttir.
Sagði: “Erum við sáttir?”.