Lag & texti: Halli Reynis
Það er myrkur úti og bráður kemur nótt,
þá vil ég ráfa hér um húsið á brakandi
gólffjölum, sem geyma söguna sem enginn
lengur kann.
En fortíðin er liðin svo það skiptir ekki máli,
því núið er að líða og handan við hornið,
verður sagan skrifuð af þeim sem ég ann.
Hér í húsinu hef ég hugsanir mína,
hyldjúpar fagurlitaðar hugmyndir,
um það, hvernig dögunum betur yrði eytt.
Því líf mitt er í takti gæðakapphlaupskynslóðar,
með mannorðin á raðgreiðslum, í stefnulausum
farvegi þar sem allt rennur í eitt.
Það er kalt þarna úti
og því fær enginn breytt.
Inni í þessu hruma húsi,
gerist aldrei neitt.
Það er gott að liggja hér og týna sér,
í töfrandi sýndarveruleikanum,
í framandi sögunum sem berast mér á skjánum.
Þarna er hún þessi stelpa sem allir eru að tala um,
hún liggur á ströndinni næstum því nakin,
með sólbrendann barminn og sandkornin á tánum.
Þessi líkami saklausrar sveitapíu,
er eins og ósnortin íslensk náttúra
en vitnar um leið um læknavísindanna snilli.
Svo dæsi ég með milljóndollara markaðssettu,
amerísku ættuðu skyndibitaflóruna,
í útblásinni magafylli.
Það er kalt þarna úti
og því fær enginn breytt.
Inni í þessu hruma húsi,
gerist aldrei neitt.
Eins og altaristafla hangir súrrealískt veggskraut
sem stofupríði keypt af listamanninum sjálfum
sem þótti eitthvað merkilegri en aðrir menn.
Svo hvarf hann þessi maður, var víst settur inn á stofnun
eitthvað of hátt stemdur eftir ofát af lyfjum
og seinast þegar ég frétti, þá var hann
þar enn. Þeir sem hafa kreatívu
straumana rennandi í æðum eru gjarnan viðkvæmar, brothættar sálir,
sem fyrir aldur fram verða oft dæmdar
úr leik. Hans myndir voru engar
venjulegar myndir, friðarboðskapur til
allra þjóða, á heilögum léreftum,
blandaðar í olíu og reyk.
Það er kalt þarna úti
og því fær enginn breytt.
Inni í þessu hruma húsi,
gerist aldrei neitt.
Einn nágranninn í götunni virðist vera í
skotheldum málum,
með gnátt af öllum lífsins gæðum,
svo er hann meira að segja sætur.
Svo óaðfinnanlega er hann pottþéttur á að líta
en færri vita af því að um helgar,
breytist þessi annars hlédragi karakter í villidýr
um nætur.
Og á mánudögum læðist hann með veggjum
og tiplar í kringum konuna með loforðalista á
vörum
og faðmar hana skjálfandi höndum tveim.
Hún nýtur þess að sjá hann kvalinn þessi herfa,
sem er ekkert skárri sjálf,
miðað við öll viðhöldin sem hafa sótt hana
heim.
Það er kalt þarna úti
og því fær enginn breytt.
Inni í þessu hruma húsi,
gerist aldrei neitt.