Nýja Ísland
Lag og texti: Halli Reynis

Örlög bera menn um víðan völl,
verður mörgum hatrömm glíma.
Hér eru aðrir draumar, önnur fjöll,
upphaf með von um nýja tíma.

Við fórum til að finna þennan stað,
þótt feigðin væri í hverju spori.
Lífsþorstinn sem við leituðum að,
lifnaði eins og jarðarblóm að vori.

Varfærnin skal vera okkar leið
að verja gildin, hvetja fólk og hugga.
Hjálpa þeim sem sækja í sárri neyð,
sólargeisla inn í lífsins skugga.

Nýja Ísland, nýja Ísland.
Eftir okkar þungu spor.
Nýja Ísland,
það er komið aftur vor.
Það er réttur allra að finna frið.

Frumherjinn sem þreytti harðan róður,
drauma sína lagði í landnámið.
Lifir fyrir sína jarðar móður.

Hér er okkar menning, okkar dyggð.
Frá örbirgð kusum við að hverfa.
Hér er útskers menning, okkar tryggð,
em frændur munu í framtíðinni erfa.

Nýja Ísland, nýja Ísland.
Eftir okkar þungu spor.
Nýja Ísland,
það er komið aftur vor.