Rás 2 hefur ákveðið að plata vikunnar 12.-16.apríl 2021 verði síðasta plata Halla Reynis, Söngur vesturfarans. Platan verður fyrirferðamikil í öllum þáttum Rásar 2 alla vikuna sem lýkur svo með því að tónlistarsérfræðingar Ríkisútvarpsins dæma plötuna. Þessari umfjöllun lýkur svo með þætti þar sem platan verður spiluð í heild sinni með ítarlegri umfjöllun á milli laga. Fjölskylda Halla þakkar Ríkisútvarpinu fyrir þann áhuga sem útgáfunni er sýndur með þessum hætti.
Forsíða Plata vikunnar á Rás 2 – Söngur vesturfarans