Um daginn rakst ég á upptöku í símanum mínum sem tekin var þann 2.júlí 2018. Ég hafði tekið eftir laxi í ánni heima og minntist á það við Halla að mig langaði að reyna að veiða laxinn. Ég spurði Halla hvort hann væri ekki til í að koma með.

Það þurfti auðvitað ekki að bjóða Halla þetta tvisvar og hann rauk af stað og ég og Adam Smári minn með honum.

Í tilefni af afmælisdegi Halla í dag 1.desember 2021 langar mig að deila þessari veiðiferð með ykkur.

Blessuð sé minnig elsku Halla.

Sigurður Sigurbjörnsson