Ég horfi út um glugga,
frá umferð heyrist kliður.
Regndropar falla
renna á rúðunni niður.

Fólk á hlaupum,
eitthvað að gerast hjá öllum,
ýmist að skoða eða kaupa,
eyða sínum þúsundköllum.

Úti á götu er margt að skoða,
menn og málefni af ýmsu tagi,
sem á einn eða annan hátt tilheyra,
þessu hraðvirka, skulduga, þjóðfélagi.

Í útvarpi raddir, spjallandi um vandamálin,
með svör á reiðum höndum,
er ávallt þjóðarsálin.

Í leikriti lífsins,
er sólskin mikill fengur,
þó svo í öllum veðrum,
lífið sinn vanagang gengur.

Úti á götu er margt að skoða,
menn og málefni af ýmsu tagi,
sem á einn eða annan hátt tilheyra,
þessu hraðvirka, skulduga, þjóðfélagi.

sem á einn eða annan hátt tilheyra,
þessu hraðvirka, litla, krúttlega þjóðfélagi.