Þrællinn
Lag & texti: Halli Reynis 

Dimm augu ægivalds,
útsker án lausnargjalds,
reiði þess réttarhalds,
rak okkur af leið.

 Krafa okkar Ásdísar,
aldrei fékk nokkurt svar,
þrautseigjan á þrotum var,
þrælsins frelsið beið. 

 Aleiga í koffortinu,
er allt sem segja þarf,
brauðstritið vonlaust,
okkar ævistarf.

Framundan er fjallið hátt,
frelsið er í þeirri átt,
fyrir þá sem lífið leikur grátt,
er leiðin greið.

Oft er þjóðar andleysið,
með illsku fer um kothreysið,
verður aldrei umflúið,
ótta valdsins hjal.

Yfir sveit er svartnættið,
svíður danska innrætið,
drottnar eins og almættið,
inni í fjallasal.

Aleiga í koffortinu,
er allt sem segja þarf,
brauðstritið vonlaust,
okkar ævistarf.

Framundan er fjallið hátt,
frelsið er í þeirri átt
fyrir þá sem lífið leikur grátt,
er leiðin greið.

Oft er þjóðar andleysið,
með illsku fer um kothreysið,
verður aldrei umflúið,
ótta valdsins hjal.

Yfir sveit er svartnættið,
svíður danska innrætið,
drottnar eins og almættið,
inni í fjallasal.

Aleiga á klyfbera,
er allt sem segja þarf,
brauðstritið vonlaust,
okkar ævistarf.

Framundan er fjallið hátt,
frelsið er í þeirri átt,
fyrir þá sem lífið leikur grátt,
er leiðin greið.