Lag & texti: Halli Reynis

Ég ætlaði að skrifa þér lítið ljóð.
Til þín frá mér
og gefa þér.
Það er bara svo væmið og ekki minn stíll,
en í þetta sinn
kom söngurin.

Þú ert svo sæt
Þú ert svo sæt
Þú ert svo sæt
Þú ert svo sæt

Ég man alltaf kvöldið, þetta eina sanna kvöld
þegar ég fékk þig fyrst,
á munninn kysst.
Með snertingunni og nálægðinni skildi ég,
í fyrsta sinn,
að ég var ástfanginn.

Þú ert svo sæt
Þú ert svo sæt
Þú ert svo sæt
Þú ert svo sæt

Milljón litlir hlutir gera samband okkar traust,
við eigum eina sál
og eigið tungumál.
Það er stundum gott að rífast og sættast á ný,
þá kemur hláturinn.
Húmorinn.

Þú ert svo sæt
Þú ert svo sæt
Þú ert svo sæt
Þú ert svo sæt