Lag & texti: Halli Reynis

Hér hefur hann búið ævina alla,
og þekkir hverja þúfu hvern stein.
Sem á leið hans verður er fer hann til fjalla,
sitt fé að sækja heim.

Hann unir sér vel undir hömrunum háu,
hér hefur hann allt sem þarf.
Fjallakyrrðina og klettana gráu
og kotbóndans draumastarf.

Hann hefur svo margar sögur að segja,
sögur um vonir og þrár.
Hér er hann fæddur og hér mun hann deyja
hér mun hans nafn lifa um ókomin ár.

Ég horfi af kletti á kotbóndann vinna,
í kyrrðinni rækta sín tún.
Þar er lífið sem ég þráði að finna,
undir þverhníptri hamrabrún.