Viðtöl við samferðafólk Halla:

Við getum öll verið sammála um það að æviskeið Halla Reynis varð alltof stutt, en á þeim tæpu 53 árum sem hann lifði kynntist hann ótrúlegum fjölda fólks og ekki skrítið að fólk hafi hrifist af Halla sem persónu, þeim krafti sem í honum bjó og einnig af verkum hans sem ljóðskálds, lagahöfundar og listamanns.

Ég settist niður með nokkrum af samferðarfólki Halla og fékk það til að segja mér hver hann var í þeirra augum, hvernig leiðir þeirra lágu fyrst saman og hver veit nema það komi fram sögur sem aldrei hafa heyrst áður.

Ég vil einlæglega þakka öllum þeim sem settust niður með mér og sýndu Halla þá virðingu og hlýju hugsun að minnast hans í orðum fyrir framan myndavélina mína og í leiðinni sýna mér traust og trúnað – Sigurður Sigurbjörnsson