Sólstafir yrkja
Lag og texti: Halli Reynis
Sólstafir yrkja allt hennar þor.
Ófarinn vegur, ófarin spor.
Við ljósið á kvöldin, eldurinn er,
ómáðar myndir í huga mér.
Sólstafir yrkja sál hennar enn.
Sögurnar geyma staðir og menn.
Ilmur af vori, á auðninni slóð,
örlítill söngur, sögur og ljóð.
Vertu hér hjá mér, vökum í nótt.
Vorið er komið, vatnið er hljótt.
Þú áttir drauma, hin ókleyfu fjöll,
að eilífu saman við verðum hér öll.
Sólstafir yrkja sál hennar enn.
Sögurnar geyma staðir og menn.
Ilmur af vori, á auðninni slóð,
örlítill söngur, sögur og ljóð.
Vertu hér hjá mér, vökum í nótt.
Vorið er komið, vatnið er hljótt.
Þú áttir drauma, hin ókleyfu fjöll,
að eilífu saman við verðum hér öll.
Vertu hér hjá mér, vökum í nótt.
Vorið er komið, vatnið er hljótt.
Þú áttir drauma, hin ókleyfu fjöll,
að eilífu saman við verðum hér öll.