Ein leið að fara
October 10, 2024
Ég ætla að fara
October 10, 2024

Saga konunnar í skipinu

Saga konunnar í skipinu
Lag og texti: Halli Reynis

Við lögðum frá landi í sumar,
þá leit ég í hinsta sinn,
fjöllin sem áður mér festust í huga,
fjörðinn og bæinn minn.

Tár varð að táraflóði.
Trú mín var skjöldurinn.
Ég bað fyrir börnunum mínum,
sem brátt fengu að sjá,
nýja heiminn, nýja landið,
nýjar stjörnur himnum á.

Og þeim sem garðinn gista,
gengin okkur frá.
Við siglum á svörtum öldum,
til sólar við höldum.

Mér fannst þarna eins og ég yrði,
einn um komandi tíð.
Þegar öldurnar á úthafinu,
ortu rætið níð.
Lífið lofaði mörgu,
en lagði okkur þetta stríð.

Við siglum á svörtum öldum,
til sólar við höldum.
Í kotinu áttum við engar vonir,
aum voru okkar kjör.

Með fátæktina í farteskinu,
við fundum engin svör.
Með bænir á bláum vörum,
var bátnum ýtt úr vör.

Við siglum á svörtum öldum,
til sólar við höldum.
Alla tíð voru örlög dimm,
yfir vofði feigðin grimm.

Barátta við djöfuls dauðann,
sem dæmdi manninn snauðan.
Sultur allan sólarhringinn,
sveitin hataði fátæklinginn.
Eymd og vosbúð alla daga,
var okkar saga.

Draumarnir drógu okkur í burtu,
draumar um betri hag.
Uppskera á akri vonar,
aðeins bjartan dag.
Óskýr mynd úr öðrum heimi,
var eins og fallegt lag.

Við siglum á svörtum öldum,
til sólar við höldum.

Saga konunnar í skipinu
Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að nota þessa vefsíðu samþykkir þú persónuverndarstefnu okkar.
Nánar