Segðu mér satt
Lag & texti: Halli Reynis
Það geislar af þér og í kringum
þig er ávallt þessi himneski friður
Þú skín líkt og stjarna, nýfallin
af himni niður.
Ég ætla að koma og krjúpa við
fætur þínar
er kjarkinn ég finn,
því ég ætla að biðja þig að
giftast mér,
ekki á morgun heldur hinn.
Segðu mér satt,
ekkert óþarfa pjatt.
Þú veist hvernig ég er.
Mitt verður þitt,
bæði þetta og hitt,
verður tileinkað þér.
Svo verðum við saman í okkar
heimi það sem eftir er.
Sætustu draumarnir, þeir eiga
það skilið að rætast.
Það mun neista á milli þegar við
látum okkar mætast.
Í návist þinni, þar vel ég vera,
þar þarf enginn að þjást.
Það geislar af þér þar sem
þú situr á torginu og ég er heltekinn af ást.