Draumalandið mitt (Færeyjar)
Lag og texti: Halli Reynis
Ferðin tók aldrei enda.
Í upphafi vissi ég það.
Mér var ætlað að koma aftur
og búa á þessum stað.
Hér eru þeir sem varðveita glóðina,
dansa og syngja fyrir þjóðina.
Skálum fyrir frelsinu,
moldinni sem grær,
lífinu sem lifnaði í gær.
Draumalandið mitt.
Draumalandið mitt.
Draumalandið, þar sem hjartað slær.
Fólkið mitt skilur hvað gerðist.
Sagan mun lifa hjá þeim.
Margir fóru, ætluðu að stoppa stutt,
en fundu ekki leiðina heim.
Þokan hylur freiðandi dröfnina.
Fjögurra manna far kveður höfnina.
Skálum fyrir Dönum,
moldinni sem grær,
lífinu sem lifnaði í gær.
Draumalandið mitt.
Draumalandið mitt.
Draumalandið, þar sem hjartað slær.