Komdu til mín
Lag og Texti: Halli Reynis
Þú undur fagra vera
sem vakir við myrkrið hljótt.
Þú nærir mína drauma
næstum hverja nótt.
Mynd af þér ég geymi,
djúpt í hjarta mér.
Því ég hef lengi verið,
ástfanginn af þér.
Ég óska þess þú verðir,
í lífi mínu stödd.
Snerta heitar varir þínar
og heyra þína rödd.
Hvísla
komdu, komdu til mín.
Ég svíf í hæstu hæðum
er hugsa ég um þig.
En kjarkleysið og feimnin,
er að kæfa mig.
Ég ætla mér að koma,
er kraftana ég finn.
Ég held að það verði,
á morgun eða hinn.
Ég óska þess þú verðir,
í lífi mínu stödd.
Snerta heitar varir þínar
og heyra þína rödd.
Hvísla
komdu, komdu til mín.