Víma alla daga
Lag & texti: Halli Reynis
Eins og lúmskur köttur hún læðist,
leitandi um nætur.
Höndli hún lífið þá hræðist,
hún hamingju sína og grætur.
Úr dagsljósinu draumarnir,
draga hana á tálar.
Bjóð’enni inn um opnar dyr,
eitraðar beittar nálar
Vindana heyrði hún burtu blása,
bæna sinna gnótt.
Hún öskraði af reiði, rödd sína hása:
Réttu mér hjálp í nótt.
Í sjúklegu ástandi sagði hún mér,
svífandi á skýi.
Nautnin kemur, nojan fer
nær mér þótt ég flýji.
Vindana heyrði hún burtu blása,
bæna sinna gnótt.
Hún öskraði af reiði, rödd sína hása:
Réttu mér hjálp í nótt.
Með sokkin augu sagði hún mér,
svona er mín saga.
Illar vættir vilja mér,
vímu alla daga.
Vindana heyrði hún burtu blása,
bæna sinna gnótt.
Hún öskraði af reiði, rödd sína hása:
Réttu mér hjálp í nótt.