Veður
Lag & texti: Halli
Utan af götu heyri ég háværan vindinn,
ég held það sé best að kúra í dag undir teppi.
Kannski ég hlaupi út í sjoppu og sæki spólu,
sjúklegan terror um mann sem strýkur af kleppi.
Spáin er ill og ferlega fámennt á götum,
ég fíla það illa að geta hvergi farið.
því ófærð á vegum því veldur að ég er heima,
ég verð því að sættast við blessaða veðurfarið.
En hver veit nema það lagist er líður á daginn,
ég leyfi mér þó að eiga þann vonarneista.
Því þótt spámenn í sjónvarpi spái því allra versta,
þá er spám þeirra almennt ekki mikið að treysta.
Þó er það ei alslæmt að hafa það rólegt heima,
í huggulegheitum og kúra undir teppi.
Ég hleyp út á leigu og kaupi snakk og spólu,
sjúklegan terror um mann sem strýkur af kleppi.