Veður
October 10, 2024
Undir hömrunum háu
October 10, 2024

Sumarið okkar

Sumarið okkar
Lag & texti: Halli

Manstu daginn, er sumarið kom,
við lékum okkur í sólinni, því ég aldrei gleymi.
Það var dagurinn, er sumarið kokm,
ég var hamingjusamasti maður í þessum heimi.

Sumarið okkar
ég man það enn,
svipinn þinn hreina, augun svo dreymin.
Sumarið okkar
manstu það enn?
Við lifðum í okkar draumaveröld utan við allan heiminn.
Sumarið okkar.

Minningin er eilíft logandi bál,
sem yljar og lýsir upp myrkur á vetrarkvöldum.
Ástin er sterkari en stál,
þótt fjarlægðin sé meiri af einhvers annars völdum.

Sumarið okkar…

Orðin, svo einlæg og góð,
urðu svo falleg er þau komu af þínum vörum.
Ég sendi þér eitt lítið ljóð
um ástfangið fólk í leit að lífsins svörum.

Sumarið okkar…

Sumarið okkar
Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að nota þessa vefsíðu samþykkir þú persónuverndarstefnu okkar.
Nánar