Andlitin
Lag & texti: Halli
Mörg eru andlitin sem á þig stara,
una því vel og með þér fara.
Í ferðalagi til fjarlægra heima,
í fjölbreyttum sögum er söngvarnir geyma.
Mörg eru andlitin sem á þig líta
og augnaráð sem erfitt er að slíta, – sér frá
sumir elska, aðrir fyrirlíta
en þú ert frjáls meðan tónarnir streyma.
Mörg eru andlitin sem að þér hæðast,
óvarinn finnur þú skjálftann fæðast,
í hjartanu litla sem lemur hraðar, hraðar,
hræðslan er alltaf til staðar.
Mörg eru andlitin sem að þér dást,
svo oft í þínum sölum sjást,
það er jú einhverskonar ást,
eitthvað sem heillar og laðar.