Ég ætla að fara
Lag og texti: Halli Reynis
Ég ætla að fara, ég ætla að fara.
Það er svo sem ekki frá neinu að hverfa.
Örlögum mínum ég ætla að svara.
Örlaganornin er bölvuð herfa,
leyfi ég öðrum landið að erfa.
Skipið mitt bíður, skipið mitt bíður.
Skjálfandi á reiðum hafsins öldum.
Kjarkleysið bítur, sálina svíður.
Í særokið brátt við höldum,
tökum við lífsins grimmu gjöldum.
Ég ætla að berjast, ég ætla að berjast.
Eignast sjálfur mitt hús og blettinn.
Sigla upp í vindinn og verjast.
Vinna mig áfram, sigra klettinn,
þannig hugsar hún alþýðustéttin.
Fara fara fara.
Fara fara fara.
Fara fara fara.
Fara fara fara.
Ég hef engu að tapa, ég hef engu að tapa.
Allt að vinna sem áður var rotið.
Sjálfur ætla ég örlög að skapa.
Yfirvaldið má eiga kotið,
yfir ómaga geta þá skjólshúsi skotið.
Nýi heimur, nýi heimur.
Næturnar mínar hugga og sefa.
Ævintýrið er ætlað tveimur.
Ég skal þér allar vonirnar gefa,
ég skal þér allar vonirnar gefa.
Fara fara fara.
Fara fara fara.
Fara fara fara.
Fara fara fara.