Lag & texti: Halli Reynis

Bleikar varir, bleikur koss.
Blindar augun, hjartans hnoss.
Dómur fellur með hvítan kross.

Nautnin ærist, nær í sitt,
nemur staðar við sýktan pitt.
Blóðið mitt er blóðið þitt.

Ég er að koma – hvíslar rödd.
Ég er að koma – hvíslar rödd.
Ég er að koma – hvíslar rödd, hvíslar rödd

Hugur leitar, glepur gil,,
gegnum þokusvartan byl.
Dýfir sér í dauðans hyl.

Finna varir, finna hönd,
færast yfir ókunn lönd.
Fá sér hvíld á draumaströnd.

Ég er að koma – hvíslar rödd.
Ég er að koma – hvíslar rödd.
Ég er að koma – hvíslar rödd, hvíslar rödd