Þrællinn
October 10, 2024
Konan í skóginum
October 10, 2024

Fjúkandi rúlluplast

Fjúkandi rúlluplast
Lag & texti: Halli Reynis 

Á bæjunum í kringum fjörðinn,
er lifað í ró og spekt.
Bændur rækta svörðinn
og lífið er huggulegt.

Í návist hafs og fjalla,
er viska mannsins rík.
Í sannleika mætti það kalla,
sveitarómantík.

Þar er samstaða, kurteist fólk,
þar leitar andinn að sáttum.
Þau framleiða kjöt og framleiða mjólk,
með drauma úr öllum áttum.

Innst inn í dalnum er beitin,
menn kveða að orði fast.
“Að hvergi sé fegurri sveitin,
með fjúkandi rúlluplast”

Þar standa menn saman og falla,
á þessum dýrðarstað.
Fólkið veit allt um alla
og örlítið meira en það.

Þar vita menn allt um eldi,
hreinræktuð úrvals kyn.
Fullkomið feðraveldi,
með lausnir fyrir okkur hin.

Fjúkandi rúlluplast
Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að nota þessa vefsíðu samþykkir þú persónuverndarstefnu okkar.
Nánar