Fyrir fullt og allt
Lag: Halli Reynis / Örn Hjálmarsson – texti: Halli Reynis
Draumar mínir liggja, þar sem þeim ber,
í fangi gamallar koknu sem geymir mynd af þér.
Þar er líka fjaran og aldan sem bar,
upp sandinn augnablikið, sem geymir okkar svar.
Þessi staður var hannaður fyrir þá,
sem hafa engan punkt til að miða á.
Þú fórst út af sporinu og þér var eilíflega kalt
og nú ertu farinn fyrir fullt og allt.
Hingað hef ég komið hvern einasta dag.
Hvíslað út í tómið okkar lag.
Ég finn hvernig tíminn mjakar öllu fjær
en ég skal standa við loforðin sem ég lofaði í gær.
Þessi staður var hannaður fyrir þá
sem hafa engan punkt til að miða á.
Þú fórst út af sporinu og þér var eilíflega kalt
og nú ertu farinn fyrir fullt og allt.