Gerðu þetta, gerðu hitt
Lag & texti: Halli Reynis
Hann kom úr amerískum skóla með blað uppá það
og fékk síðan starf sem hann leitaði að
og notar þar mikið mínus og plús,
fyrir það fær hann jeppa og einbýlishús.
Að tjá sig við aðra maður við mann,
í faginu því hann ekkert kann.
Hann er forstjóri, ég er hans þræll
og hlýði ég honum þá er hann sæll.
Gerðu þetta gerðu hitt.
Gerðu sem ég segi því valdið er mitt.
Um ábyrgð mína þú veist ekki “baun”,
ég er lærðari en þú með miklu hærri laun.
Miklu hærri laun.
Að hafa það gott honum reynist svo létt.
Hann tilheyrir allt öðrum hópi en ég, annari stétt.
Það segir hann sjálfur, það finnst honum snjallt,
að njóta hlýjunnar inni þegar öðrum er kalt.
En bak við merkjafötin er hann þó nokkuð rýr.
Hann umturnar öllu sem að honum snýr.
Við óbreyttu hlæjum og syngjum í kór,
þú værir flottari nagli ef værir þú stór.
Gerðu þetta gerðu hitt.
Gerðu sem ég segi því valdið er mitt.
Um ábyrgð mína þú veist ekki “baun”,
ég er lærðari en þú með miklu hærri laun.
Miklu hærri laun.
Fjölskyld hans er falleg á mynd,
þótt í húsbóndans augum megi rýna í synd.
Ritarapían er rauð einsog glóð,
tiplar á tánum auðmjúk og góð.
Svo hringir hann heim, segist vinna í kvöld,
bak við lokuð gluggatjöld.
Segist þurfa að sitja yfir tölvunni, en,
ritarapían er komin á hnén.
Gerðu þetta gerðu hitt.
Gerðu sem ég segi því valdið er mitt.
Um ábyrgð mína þú veist ekki “baun”,
ég er lærðari en þú með miklu hærri laun.
Miklu hærri laun.