Hér gerist aldrei neitt
Lag og texti: Halli Reynis
Það er skrýtið að ganga hérna um göturnar,
en ég get ekki að því gert að þær heilla mig ekki.
Veðsettar sálir vina minna,
veslast hér upp bundnar við hlekki.
Hér gerist aldrei neitt,
því það segir enginn neitt.
Hér eru bankarnir með völdin.
Hér breytist aldrei neitt.
Þarna erhún æskuástin mín,
sem áður veitti hjarta mínu ilinn.
Hún gifti sig ung, gerðist margra barna móðir,
er nú myrkrinu umvafin, gjaldþrota og skilin.
Hér gerist aldrei neitt,
því það segir enginn neitt.
Hér eru bankarnir með völdin.
Hér breytist aldrei neitt.
Hér stjórna sömu hausarnir ár eftir ár,
í endalausu stríði við hinn og þennan drauginn.
Vafrandi úr einni veislu í aðra.
Vanvirða þjóð sína og svívirða lögin.
Hér gerist aldrei neitt,
því það segir enginn neitt.
Hér eru bankarnir með völdin.
Hér breytist aldrei neitt.
Það er gott að eiga pening, láta sér líða vel,
lifa hátt, veifa sínu valdi.
Peningahyggjan er gráðug og grimm,
grípur menn tökum í nútímaþrælahaldi.