Dagurinn fór seint á fætur.
Við fundum fyrir nóttinni í nótt.
Heimsborgin fyrir utan er svo hávær,
en í húsinu er fáránlega hljótt
og nýtur þess að vera til.
Við eigum nóg af öllu
og örlítið til.

Að vakna upp á hóteli í Hamborg,
hefja sig til flugs með þér,
leyfa sér að líða inn í tómið,
sem er lokað þeim sem fyrir utan er.
Ég vil vera í þessari vímu
og vakna þegar tíminn stendur í stað.
Við eigum nóg af öllu
og hvort annað.

Hér sameinum við syndir okkar beggja,
syngjum þeim sem hafa enga trú.
Hamingjan á sínar óteljandi myndir
en í mínum augum þá er sannleikurinn þú.
Og ég finn það í skjóli okkar skugga
er skríða yfir okkar djúpa hyl.
Við eigum nóg af öllu
og örlítið til.