Sólstafir yrkja
October 10, 2024
Heimaslóð
October 10, 2024

Ísland á 19.öld

Ísland á 19. öld
Lag og texti: Halli Reynis

Hungurvofan var hér tíður gestur.
Vesöld, hafís, aflabrestur.
Barátta fyrir lífsins brauði,
barnadauði.

Eldgos, kuldi, öskuský.
Aumar sálir fjötrum í.
Eignuðust margir andans gjafir,
opnar grafir.

Réðu öllu ríki og kirkja.
Rótlaus skáldin kunnu að yrkja.
Menning sú úr beiskum brunni,
í baðstofunni.

Hjátrúin var löngum loðin.
Lífsins gildi fótum troðin.
Helvíti og himnaríki,
í hugarlíki.

Eins og bóndans fé á fjalli.
Fátækir hlýddu hverju kalli.
Í von um einhvern ætan bita,
örlítinn hita.

Unnu flestir heimahögum.
Hafðir undir dönskum lögum.
Kaupmannsfrúin svo prúð og pen,
frú Pedersen.

Farðu bara út,
agentarnir sögðu.
Til Ameríku,
þar sem enginn moldarkofi er.

Þeir sem höfðu dvalið lengst,
Í þjáningunni þögðu.
Þóttust finna drauma og von,
í sjálfum sér.


Eins og bóndans fé á fjalli.
Fátækir hlýddu hverju kalli.
Í von um einhvern ætan bita,
örlítinn hita.

Hjátrúin var löngum loðin.
Lífsins gildi fótum troðin.
Helvíti og himnaríki,
í hugarlíki.

Farðu bara út,
agentarnir sögðu.
Til Ameríku,
þar sem enginn moldarkofi er.

Þeir sem höfðu dvalið lengst,
Í þjáningunni þögðu.
Þóttust finna drauma og von,
í sjálfum sér.

Hungurvofan var hér tíður gestur.
Vesöld, hafís, aflabrestur.
Barátta fyrir lífsins brauði,
barnadauði.

Eldgos, kuldi, öskuský.
Aumar sálir fjötrum í.
Eignuðust margir andans gjafir,
opnar grafir.

Réðu öllu ríki og kirkja.
Rótlaus skáldin kunnu að yrkja.
Menning sú úr beiskum brunni,
í baðstofunni.

Ísland á 19.öld
Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að nota þessa vefsíðu samþykkir þú persónuverndarstefnu okkar.
Nánar