Lag: Halli Reynis / Örn Hjálmarsson – Texti: Halli Reynis

Hún var send til að sitja hjá þér.
Hún sagði í rauninni ekki neitt.
Sannleikann fórstu að finna á þér,
sem var falinn þér yfirleitt.

Litla systir, rödd fyrir lítið lag.
Litla systir, von inn í nýjan dag.

Litla systir vildi sefa,
særðan bróður sinn.
Reiðin var höfð í krepptum hnefa.
Hugmynd af uppgjöf var komin inn

Litla systir, rödd fyrir lítið lag.
Litla systir, von inn í nýjan dag.