Lag & texti: Halli

Ég horfi út á hafið,
háskaslóð.
Inn skríða skipin,
skreytt af aftanglóð.
Nema eitt og eitt
og því fær enginn breytt.

Við börnunum blasir,
brosandi framtíðin.
Þau halda útí heiminn,
hraust og ákveðin.
Nema eitt og eitt
og því fær enginn breytt.

Þú veist um veröldina auma,
varnarlausar hörmungar.
Öll við eigum okkar drauma,
en örlögin, bíða okkar allstaðar.

Ég fer uppá fjallið,
finn þar litla laut.
Leggst og lít á blómin
líf míns yndi og skraut.
Nema eitt og eitt
og því fær enginn breytt.

Þú veist um veröldina auma,
varnarlausar hörmungar.
Öll við eigum okkar drauma,
en örlögin, bíða okkar allstaðar.