Börn með byssur
October 10, 2024
Brennur guðanna
October 10, 2024

Nótt í Reykjavík

Nótt í Reykjavík
Lag & texti: Halli Reynis

Ég man þegar við hittumst fyrst hérna forðum,
þú varst fegurri en allt, því verður aldrei lýst með orðum.
Okkar tími voru trylltar nætur,
við trúðum á drauma sem aldrei festu rætur.

Við frestuðum öllu í fullkominni sátt,
fórum út í lífið hvort í sína átt.
Oft var það töff og oft var það gaman.
Eflaust var okkur aldrei ætlað að vera saman.

Það er nótt – það er nótt – það er nótt
við þetta þögula torg.
Það er nótt í Reykjavíkurborg.

Vindarnir blása ýmist með eða á móti.
Mannsins örlög ráðast af því róti.
Hverjum manni er ætlaður staður og stund,
stattu þig áður en lokast öll sund.

Ástin er númer eitt yfir lífsins gæði,
þótt öll heimsins skáld segja hana flókna fræði.
Í umfjöllunum sínum af ógæfusálum.
Ef ég ætti þig í dag væri ég eflaust í góðum málum.

Það er nótt – það er nótt – það er nótt
við þetta þögula torg.
Það er nótt í Reykjavíkurborg.

Nóttin líður, stjörnurnar stara,
á strætinu er fólk að koma og fara.
Allir eru í einhverskonar leik,
á upplýstu götunum, í hamingjuleit.

Hvar ert þú vina í veröldinni stödd,
ég vaki og hlusta til að heyra þína rödd,
og til að horfa í hyldýpi augna þinna.
Hvar sem þú ert, þú ert stjarna drauma minna.

Það er nótt – það er nótt – það er nótt
við þetta þögula torg.
Það er nótt í Reykjavíkurborg.

Nótt í Reykjavík
Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að nota þessa vefsíðu samþykkir þú persónuverndarstefnu okkar.
Nánar