Plata vikunnar hjá Ríkisútvarpinu (Rás 2) vikuna 12.-16.apríl 2021 var síðasta plata Halla, Söngur vesturfarans.
Í þætti sem fluttur var að kvöldi mánudagsins 12.apríl 2021 fóru þeir Gulli Reynis tvíburabróðir Halla, Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari og Jóhann Ásmundsson bassaleikari og eigandi hljóðversins Studio Paradís yfir verkefnið og söguna á bakvið lögin.
Þeir sem misstu af þættinum geta hlustað á hann með því að smella á slóðina hér fyrir neðan: https://www.ruv.is/frett/2021/04/12/halli-reynis-songur-vesturfarans