Ástarorð á vörum
October 10, 2024
Komdu til mín
October 10, 2024

Regnið lemur

Regnið lemur
Lag & texti: Halli Reynis – Þorvaldur Flemming Jensen

Regnið lemur, lemur og lemur
tónana temur, og sögurnar sér.
Söngvana semur, semur og semur,
það kemur og kemur og fer og fer.

Engin heyrir.
Engin sér
Ekkert hljóð.
Engin mynd.

Þótt úr skýjunum rigni og rigni,
ég signi og signi líka þig.
Þótt sólin skíni, skíni og skíni,
ég ástinni týni og elska mig.

Engin heyrir.
Engin sér
Ekkert hljóð.
Engin mynd.

Þú raular í ljósinu þennan söng,
um suðrænar konur og börnin svöng.
Heilögum vökvunum gerðum skil,
og fundum að hamingjulíf er til.

VIð braggann hann stendur, stendur og
stendur,
blóðugar hendurnar orna sér.
Víst var hann kenndur, meira en kenndur,
hann sem var sendur af mér og þér.

Engin heyrir.
Engin sér
Ekkert hljóð.
Engin mynd.

Regnið lemur
Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að nota þessa vefsíðu samþykkir þú persónuverndarstefnu okkar.
Nánar