Lag & texti: Halli

Ég vil ekki að aðrir mér línurnar leggi,
að líf mitt geri að einhverri stefnu — ég ekki skil.
Sjálfur verð ég að rekast á þá veggi,
sem á veginum efalaust verða af og til.

Blindingjanna draumaheimana dregur.
Drottnandi peningamaskína – freistinganna grimm.
Leiðin að hamingjunni er oft langur vegur,
ef leitað er í villustrætin dimm.

Framtíðiner er allt sem ég á,
ég er ástfangin af lífinu fullur af þrá,
ég vil sættirnar sjá.
Ég, stórhuga strákurinn,
stend við dyrnar með húslykilinn.
Þori ekki inn — því þar býr sannleikurinn.

Fortíðin er liðin brennd á báli
og bænir mínar sem herra ég sagði þér.
Sannleikurinn er tormeltur sagður á rósamáli,
en saga mín er þó einsog flestra hér.

Framtíðiner er allt sem ég á,
ég er ástfangin af lífinu fullur af þrá,
ég vil sættirnar sjá.
Ég, stórhuga strákurinn,
stend við dyrnar með húslykilinn.
Þori ekki inn — því þar býr sannleikurinn.