Sól
Lag & texti: Halli Reynis
Ástin mín er eins og huldukona sem heimurinn ekki sér.
Hjá henni á ég öruggt skjól.
Hún kemur með ljósið sem er á meðan er.
Einmitt þess vegna kalla ég hana sól.
Sól, kemur á kvöldin
og kveikir ljós hjá mér.
Þegar hún fer, falla niður tjöldin,
sem fela hana hverjum sem er.
Sól geymir í hugum sínum eldinn sem er,
eins og von þegar dagurinn ernýr.
Hún bað mig um að fara í ferðalag með sér,
yfir fjöllin þar sem hjarta hennar býr.