Undir hömrunum háu
October 10, 2024
Öðruvísi en ég
October 10, 2024

Þjóðarsálin

Þjóðarsálin
Lag og texti: Halli Reynis

Ég horfi út um glugga,
frá umferð heyrist kliður.
Regndropar falla
renna á rúðunni niður.

Fólk á hlaupum,
eitthvað að gerast hjá öllum,
ýmist að skoða eða kaupa,
eyða sínum þúsundköllum.

Úti á götu er margt að skoða,
menn og málefni af ýmsu tagi,
sem á einn eða annan hátt tilheyra,
þessu hraðvirka, skulduga, þjóðfélagi.

Í útvarpi raddir, spjallandi um vandamálin,
með svör á reiðum höndum,
er ávallt þjóðarsálin.

Í leikriti lífsins,
er sólskin mikill fengur,
þó svo í öllum veðrum,
lífið sinn vanagang gengur.

Úti á götu er margt að skoða,
menn og málefni af ýmsu tagi,
sem á einn eða annan hátt tilheyra,
þessu hraðvirka, skulduga, þjóðfélagi.

sem á einn eða annan hátt tilheyra,
þessu hraðvirka, litla, krúttlega þjóðfélagi.

Þjóðarsálin
Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að nota þessa vefsíðu samþykkir þú persónuverndarstefnu okkar.
Nánar